Æfingaferð unglinga til Vestmannaeyja.

Stefnt er að því að fara í æfingaferð með börn og unglinga til Vestmannaeyja
helgina 7. - 9. maí og er áætlunin þessi:

Flug beint frá Akureyri föstudaginn 7. maí kl 9:40 og flogið til baka um miðjan dag á sunnudag.

Gert er ráð fyrir að klúbburinn og fjáraflanir borgi flugið að mestu leyti en áætlaður kostnaður vegna gistingar, matar og golfspils fer vonandi ekki yfir 10.000 kr, liggur fyrir mjög fljótlega.

Krakkar yngri en 10 ára (fædd 2000 og síðar) þurfa að vera á ábyrgð einhvers fullorðins.

Við höfum heila vél fyrir okkur þannig að við hvetjum sem flesta fullorðna til þess að koma með svo lengi sem sætarými leyfir. Flug fram og til baka fyrir fullorðna er 18.000 kr.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 7. apríl.

Skráning hjá Gumma í síma 892-3381 eða með tölvupósti á gummi@nordurstrond.is .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband