Fyrirkomulag Meistaramóts Hamars í holukeppni.

Leikmönnum er raðað niður flokka eftir styrkleika (forjöf), þannig að fjórir forgjafarlægstu kylfingarnir verða í fyrsta styrkleikaflokki og geta því ekki lent saman í riðli, næstu fjórir verða í öðrum styrkleikaflokki og svo framvegis. Þegar búið er að raða leikmönnum í styrkleikaflokka verður dregið fjóra í riðla. Spiluð verður 18 holu holukeppni þannig að allir spili við alla innan hvers riðils. Leikmenn ráða hvenær þeir spila sína leiki innan þeirra tímamarka sem gefin verða til að klára hverja umferð, sem verður ein til tvær vikur á milli umferða. Tvö stig verða gefin fyrir sigur og eitt stig fyrir jafnefli. Klára verður 18 holur þar sem fjöldi  hola sem leikmaður er yfir eftir leikinn telur. Ef annar leikmannanna er tveimur holum yfir eftir leikinn þá fær hann tvö stig og tvær holur í plús, en hinn fær ekkert stig og tvær holur í minus. Ef tveir eða fleiri leikmenn eru jafnir að stigum þá telst sá ofar í riðlinum sem er með fleiri holur í plús, eða færri í mínus.  Mótsstjórn gefur upp fyrir hvaða tíma skal hefja leik í hverri umferð, ef leikmenn hafa ekki komið sér saman um að hefja leik innan þessara marka skulu þeir vera mættir á teig á þeim lokatíma sem mótsstjórn hefur gefið upp. Mæti annar leikmanna ekki þá telst hinn hafa sigrað viðureignina með fjórum holum og fær þá tvö stig og fjórar holur í plús og hinn ekkert stig og minus fjórar holur, mæti hvorugur leikmanna til leiks þá fær hvorugur leikmannanna stig og fjórar holur í mínus. Spilað verður bæði í karla og kvennaflokki án forgjafar. Tveir efstu kylfingar í hverjum riðli komast áfram í 8 manna útsláttarkeppni þar sem einnig er spiluð 18 holu holukeppni. Sigurvegararnir halda áfram í 4 manna úrslit og sigurvegararnir úr þeim spila um meistaratitilinn. Ef þáttakendur verða færri en sextán hefur mótsstjórn heimild til að fækka riðlunum niður í tvo eða þrjá eftir fjölda skráninga.

 

Tímatafla fyrir allt að 32 þátttakendur.

 
  1. umferð skal lokið fyrir 7. júní.
  2. umferð skal lokið fyrir 14. júní.
  3. umferð skal lokið fyrir 21. júní.
  4. umferð skal lokið fyrir 28. júní.
  5. umferð skal lokið fyrir 12. júlí.
  6. umferð skal lokið fyrir 26 júlí.
  7. umferð skal lokið fyrir 9. ágúst.
  8. 8 manna úrslitum skal lokið fyrir 23. ágúst.
  9. 4 manna úrslitum skal lokið fyrir 30. ágúst.
  10. 4. September, úrslit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband