Golfæfingar í sumar.

Æfingar hjá börnum og unglingum hefjast mánudaginn 5. Júní og verða sem hér segir:

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga:

Byrjendur 14:00-15:00
Blandaður flokkur 15:00-16:00
Stelpur (með forgjöf) 16:30-18:00
Strákar (með forgjöf) 17:30-19:00

Á miðvikudögum verður mót þar sem þeir sem hafa getu til spila til forgjafar. (nánar farið yfir með þjálfurum)

Þjálfarar verða þeir Árni Jónsson, PGA þjálfari (863-9619) og Heiðar Davíð Bragason, PGA þjálfaranemi (698-0327) og munu þeir sjá um að raða í hópa.

Boðið verður upp á tveggja vikna byrjendanámskeið í Kirkjubrekkunni sem hefst mánudaginn 5. júní. Námkeiðið verður frá 13:00-14:00 frá mánudagi til föstudags. Ef þátttaka verður mjög mikil verður hópnum hugsanlega tvískipt og hefst þá seinni æfingin klukkan 14:00. Kostnaður við námskeiðið er 2.500 kr. Að námskeiðinu loknu færast æfingar hjá þeim sem þess óska inn í Svarfaðardal og kemur þá námskeiðisgjaldið til með að ganga upp í árgjaldið.

Þriðjudaginn 7. Júní klukkan 17:00 verður fundur með foreldrum þar sem farið verður yfir æfingar í sumar og þau verkefni sem framundan eru.

Með golfsumarkveðju

Stjórn barna- og unglingaráðs GHD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband