Sigurður Ingvi íþróttamaður ársins í Dalvíkurbyggð.

_throttama_ur_dalv_2011_010_1128588.jpgSigurður Ingvi Rögnvaldsson úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík var í gærkvöldi kjörinn íþróttamaður ársins í Dalvíkurbyggð. Sigurður Ingvi varð á þessu ári fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamars. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða.

Þá varð hann í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17 til 18 ára. Einnig varð hann Norðurlandsmeistari í 17-18 ára flokki unglinga. Sigurður Ingvi hefur verið í fremstu röð í sínum aldursflokki um árabil og hefur með þrautseigju stundaði æfingar og keppni af miklu kappi og dug.

Í kjöri voru eftirtaldir:
Anna Kristín Friðriksdóttir Hestamannafélagið Hringur
Björgvin Björgvinsson Skíðafélag Dalvíkur
Eva Hrönn Arnardóttir Sundfélagið Rán
Kristinn Þór Björnsson UMFS
Ólöf Rún Júlíusdóttir Reynir
Stefanía Aradóttir UMFS
Sigurður Ingvi Rögnvaldsdóttir Golfklúbburinn Hamar

Auk þess að lýsa kjöri Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar voru veittar viðurkenningar til þess íþróttafólks sem setti Íslandsmet eða vann íslandsmeistaratitla í sínum keppnisgreinum á árinu og þar á meðal voru "stelpurnar okkar" Íslandsmeistararnir úr sveitakeppni stúlkna 15 ára og yngri.

_throttama_ur_dalv_2011_012.jpg

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband