Golfnámskeið fyrir fullorðna.
4.6.2009 | 18:13
Langar þig að læra að spila golf?
Fimm daga golfnámskeið fyrir fullorðna byrjendur verður dagana
9. 11. 16. 18. og 23. júní kl 19:00
og er gjaldið fyrir námskeiðið aðeins 5.000 kr.
Kennt verður á golfvelli Golfklúbbsins Hamars í
Svarfaðardal og verða öll áhöld á staðnum.
Kennarar eru Árni Sævar Jónsson PGA
atvinnukennari og Heiðar Davíð Bragason atvinnumaður í golfi.
Skráning er hjá Sigurði Jörgen í síma 660-9112
Þeir sem vilja einstaklingstíma í golfkennslu geta pantað tíma hjá Árna Sævari í síma 863-9619
og Heiðari Davíð í síma 698-0327
Byrjendur barna og unglinga sem vilja æfa golf í sumar mæti á golfvöllinn mánudaginn 8. júni kl
13:00 og eru æfinga- og félagsgjald 6.000 kr fyrir sumarið.
Sjáumst Golfklúbburinn Hamar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.