Norðurlandsmótaröðin í golfi
7.6.2009 | 23:03
Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Dalvík í dag við góðar aðstæður og má sjá úrslitin á golf.is, en þetta er mótaröð fyrir alla kylfinga með undir 8.0 í forgjöf. Forgjafamörk í einstök mót geta þó verið hærri, en það fer eftir þátttöku.
Hér má sjá heimasíðu mótsins.
Leikið verður á fjórum völlum á Norðurlandi, Dalvík, Húsavík, Sauðárkróki og Akureyri. Verðlaun verða fyrir efstu sætin í hverju móti sem og fyrir samanlagðan árangur í öllum mótunum. Í lok síðasta mótsins á Akureyri verður mótaröðin gerð upp með kvöldverði og verðlaunaafhendingu, auk annarra uppákoma af ýmsum toga. Mótsgjald í hvert mót verður aðeins 1.500 kr. og verður það nýtt til að efla mótaröðina enn frekar til framtíðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.